-
Trip dates 8.-15. apr 2025
-
SeasonMars-Maí
-
Duration8 dagar
-
DifficultyFyrir lengra komna, gott form
Yfirlit ferðar
Berner Oberland er fjallasvæði sem hefur að geyma nokkra af þekktustu tindum Sviss sem teygja sig upp fyrir 4000m hæð. Þar má helst nefna Jungfrau og Eiger. Þessi fjallaskíðaferð fer með þig í ferðalag um hjarta Berner Oberland þar sem við skíðum á milli fjallaskála í ótrúlegu landslagi og toppum tinda rétt undir 4000m hæð.
Öll ferðin fer fram á jökulhuldu landslagi og skíðum við meðal annars á stærsta jökli á meginlandi Evrópu.
Ferðalagið hefst með flugi frá Íslandi og byrjar á hóteli í Grindelvald. Þaðan tökum við lest upp í Jungfroujoch (3445m), hæstu lestarstöð í heiminum. Næstu 6 daga skíðum við í stóru jökla landslagi þar sem við ferðumst milli mismunandi fjallaskála. Dagarnir eru mis langir og erfiðir en stærsti dagurinn eru 1300 hæðametra ganga.
Á síðasta skíðadegi rennum við okku alla leið aftur til byggða niður eina bestu skíðabrekku sem sögur fara af, fallhæðin er 2400 metrar, takk fyrir!
Þessi 8 daga krefjandi og skemmtilega ferð er fullkomin fyrir þá sem hafa reynslu á fjallaskíðum og eru í góðu líkamlegau formi.
Nákvæmar upplýsingar
Hér að neðan eru ítarlegri upplýsingar fyrir ferðina. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur.
Líkamlegt form: Öflugt form, Fær um að ganga 300-400m hækkun á klst í 8-12 klukkutíma.
Reynsla: Reyndur byrjandi, einhver fyrri reynsla en vantar aukið sjálfstraust.
Þáttakendur þurfa að hafa gott þol og getu til að skíða 1300 hæðametra á dag utanbrautar.
Verð í opna ferð á dagskrá, 4-6 þátttakendur
395.000 kr. á mann.
Fyrir prívat fyrirspurnir, vinsamlegast hafið samband
Undirbúningsfundur fyrir ferð:
Við bjóðum upp á undirbúningsfund með leiðsögumanni fyrir hópinn nokkrum vikum áður en ferðin fer af stað. Þar gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráð um búnað og annað sem er óljóst.
Dagur 1: Ferðadagur til Interlaken í Sviss
Ferðadagur frá Íslandi. Flogið til Zürich með Iceland air, þar sem taxi bíður okkar og keyrir okkur á hótel í Grindelwald. Um kvöldið fer leiðsögumaðurinn yfir ferðina og við pökkum í bakpokana.
Hér gefst tækifæri á því að spyrja spurninga og kafa ofan í allt sem þið viljið vita áður en haldið er upp í fjöllin
Dagur 2: Jungfraujoch – Konkordia hutte
Við tökum fyrstu lyftu frá Interlaken og tökum stefnuna á Jungfraujoch (3445m). Jungfrojoch er hæsta lestarstöð í evrópu sem var byggð árið 1912 og er mikið verkfræðiundur. Ferðalagið tekur okkur upp snarbrattar hlíðar fyrir ofan Grindelwald, um lestargöng í gegnum Jungfrau og Eiger með óviðjafnanlegu útsýni yfir jökla.
Á lestarstöðinni á toppnum gerum við okkur klár til að skíða og rennum okkur niður Jungfrau firn jökulinn. Við göngum upp 500m (2 tíma) upp á Louwihorn (3773m). Við skíðum svo niður langa jökulbrekku niður á Konkordiaplatz þar sem við göngum svo upp í Konkordia hutte (2850m). Jökullinn hefur hopað mikið síðustu áratugi og ganga þarf upp mjög langa stálstiga sem hanga utan í klettinum til að komast upp í skálann.
Ganga upp: 500m
Skíðun niður: 1200m
Dagur 3: Konkordia hutte – Finsteraarhorn hutte
Eftir að hafa gengið aftur niður stigana frá skálanum höldum við ferðinni áfram of skinnum upp í fjallaskarðið Grünhornlucke (3280m). Eftir góða skíðabrekku frá skarðinu setjum við skinnin aftur á og göngum upp á Wyssnollen (3590m). Frá toppnum fáum við útsýni yfir allan fjallgarðinn, við skíðum svo alla leið niður í skálann þar sem við eyðum nóttinni.
Ganga upp: 1360m
Skíðun niður: 1100m
Dagur 4: Grosses Wannenhorn (3905m)
Grosses Wannenhorn er afskekkt fjall sem er hulið jökli. Við byrjum daginn snemma fyrir uppgönguna sem tekur um 4 tíma. Við endum svo aftur í Finsteraarhornhütte.
Ganga upp: 1300m
Skíðun niður: 1300m
Dagur 5: Finsterarrhornhutte – Konkordiahutte
Við nýtum þennan dag til að koma okkur aftur til baka í Konkordia hutte. Hægt er að hafa daginn rólegan og mögulega hvíla þegar komið er í skálann. Ef hópurinn er fullur af orku er hægt að skíða nærliggjandi tinda eins og Trugberg. Trugberg er risastórt jökulsker (nuunatak) með óviðjafnanlegu útsýni yfir allt svæðið. Gist í Konkordia hutte
Ganga upp í skála: 500m, með Trugberg: 1500m
Skíðun niður í skála: 700m, með Trugberg 1700m
Dagur 6: Kranzberg – Hollandia hutte
Frá skálanum stefnum við beint á Kranzberg traversuna. Tindurinn gnæfir yfir Konkordiaplatz og er frábær viðkomustaður á leiðinni upp í Hollandia hutte. Meirihlutinn af gönguleiðinni upp í skálann er aflíðandi jökull en vegalengdin er um 11km.
Ganga upp: 1300m
Skíðun niður: 1000m
Dagur 7: Abeniflue – Lötchenlucke – Blatten
Lokadagurinn er besti og lengsti skíðadagurinn í ferðinni. Við vöknum snemma til að ganga upp á Abeni Flue (3962m) sem tekur um 4 tíma. Skíðabrekkan er ekki brött en toppurinn býður upp á útsýni yfir Valais hlutann af Sviss. Við skíðum aftur niður í skálann þar sem við getum fengið okkur hressingu fyrir síðustu skíðabrekkuna.
Frá skálanum rennum við okkur beint í gegnum Lötchenlucke og niður í Blatten. Þetta er ein lengsta skíðabrekkan á svæðinu og klassísk “Bucket list” skíðaleið í Berner Oberland. Frá smábænum Blatten tökum við svo strætó og lest eða taxa aftur til Grindelwald.
Ganga upp: 730m
Skíðun niður: 2400m
Dagur 8: Heimferð
Eftir rólegan morgunmat kveðjum við stóru fjöllin í Berner Oberland og tökum taxa aftur út á flugvöll.
Skilyrði fyrir bókun ferðarinnar er að þátttakendur séu með tryggingu sem innifelur í sér leit og björgun í fjalllendi.
Björgunarsveitir í Evrópu og Sviss áskilja sér rétt til að fara fram á full greiðslu fyrir björgunarkostnaði, sem og notkun á þyrlu við björgun.
Við mælum jafnframt með því að þátttakendur séu með viðeigandi ferðatryggingar
Asgard Beyond áskilur sér rétt til þess að breyta út af dagskrá ferðarinnar með tilliti til veðurs og aðstæðna hverju sinni. Þetta er gert með öryggi þátttakenda í huga og til að tryggja bestu mögulegu upplifun af ferðinni. Ef ferðatilhögun breytis mjög mikið gæti fylgt því auka kostnaður td. ef ekki er hægt að fara upp í hæð vegna veðurs og gista þarf á hóteli niðri á láglendi í staðinn, eða notast við skíðasvæði.
Skíðabúnaður
- Fjallaskíði 95mm -105mm undir fæti
- Fjallaskíðaskór
- Skinn
- Skíðastafir
- Skíðabroddar
Tæknilegur búnaður
- Bakpoki 35 -40L með skíðafestingum
- Ísöxi (létt og fyrirferðalítil)
- Mannbroddar (léttir)
- Sigbeti (einfalt og létt göngubelti)
- 120 cm slingur
- Læstar karabínur x2
- Snjoflóðaýlir (með nýjum batteríum)
- Skófla
- Snjóflóðastöng (240cm)
Fatnaður
- Goretex jakki
- Goretex buxur
- Soft shell jakki (valkvætt, sumir kjósa að nota eingöngu skel)
- Soft shell pants (valkvætt, sumir kjósa að nota eingöngu skel)
- Þunnir hanskar
- Þykkari hanskar
- Húfa
- Buff
- Ennisband fyrir heitari daga
- Innstalag, síðarema bolur (ull eða gerviefni)
- Innstalag, föðurland (ull eða gerviefni)
- Sunhat
Millilag
- Einangrandi jakki, léttur (fiber eða dúnn)
- Annar einangrandi jakki eða vesti, veltur á hversu kalt þér er (valkvætt)
Hitt og þetta
- Sólgleraugu (cat 3-4)
- Skíðagleraugu (með ljósri linsu)
- Sólarvörn SPF 50
- Varasalvi með UV vörn
- Höfuðljós
- skíðastrappi
- Vatnsflaska 1L
- Hitabúsi 0,5L (valkvætt)
- Hælsærisplástrar og teip
- Hleðslubanki til að hlaða síma
- Nasl fyrir dagana (hnetur, orkustykki…)
Fyrir skálann
- Auka ullarsokkar
- Bolur
- Eyrnatappar
- Lakpoki
- Peningur til að kaupa mat/drykki í skálanum (CHF)
- Tannbursti, sápa…
- Lítið þvottastykki (valkvætt)
Hvað er innifalið
- Undirbúningsfundur fyrir ferð á Íslandi
- 2 nætur á hóteli í Grindelwald með morgunmat
- 5 nætur í fjallaskálum með morgunmat og kvöldmat
- Ferðalag til og frá Zürich-Grindelwald
- Kostnaður við leiðsögumann
- Íslensk leiðsögn með alþjóðlega vottuðum leiðsögumönnum (IFMGA)
Hvað er ekkiinnifalið
- Flug til og frá Íslandi
- Kvöldmatur á hóteli
- Hádegismatur og drykkir á hóteli og í skálum
- Lest/lyfta: Grindelwald - Jungfrau - Grindelvald
- Auka ferðalög og/eða gisting ef ferðatilhögun breytist vegna veður eða aðstæðma
- Slysa og ferðatryggingar
Ertu með einhverjar spurningar?
Hér að neðan eru svör við algengum spurningum varðandi ferðina. Ef þú finnur ekki svarið, ekki hika við að hafa samband við okkur.
-
I’m a vegetarian/vegan, can special diets be accommodated?
We will ensure that our guests with different dietary needs are looked after.
All huts can offer a vegetarian option but is is important that you let us know in advance so the hut keeper can plan for this.
Vegan option can be difficult to come around. Pleas get in touch with us and we can advice you on the possibilities. -
What are the huts like?
The huts are often very remote and sitting at high altitude, which means the comfort level is basic. They are clean and cozy and have everything you would wish for an overnight stay.
Most of the huts have a hostel style dormitories where people have their own small space in a bunk bed. The hut provides blankets and pillows so you don´t have to carry a sleeping bag. Most of the time it is possible to charge your phone/camera in the hut but they do not have stable electricity so it is good to bring a power bank to charge your devices.
The hut has a fully functioning kitchen and a bar where you can order lunch from a menu, coffee, cake or beer on tap. The quality of the water varies between huts and we recommend bottled water available for purchase at the hut.