Fjallaskíði

MONT BLANC Á FJALLASKÍÐUM (Copy)

Mont Blanc er án efa eitt öflugasta fjallaskíðafjall sem maður kemst í færi við. Þvílíkur endir á fjallaskíðatímabilinu. Fjallaskíðavika út frá Chamonix

from: 395.000 kr.

Book now
  • image description
    Trip dates Up on request 28.May-2.June
  • image description
    SeasonApril-Maí
  • image description
    Duration6 days
  • image description
    DifficultyDifficult ski touring

Yfirlit ferðar

Mont Blanc 4810m er hæsta fjall vestur Evrópu og er norður hlíð fjallsins með flottari skíðaleiðum á svæðinu. Áður en lagt er af stað upp Mont Blanc er mikilvægt að vera vel hæðaraðlagaður. Við byrjum hæðaraðlögun á nærliggjandi fjöllum þar sem við blöndum saman klassískum skíðaleiðum við fjallaskála ásamt góðri upprifjun í almennri fjallamennsku; broddafærni og snjóflóðabjörgun. Fyrstu tvo skíðadagana stefnum við á klassískar skíðaleiðir út frá Gand Montets og Argentiére jöklinum með nótt í fjallaskála. Síðustu þrír skíðadagarnir eru helgaðir ferðalaginu upp á Mont Blanc þar sem við endum á því að skíða frá toppnum niður norður fésið ef aðstæður leyfa. Þessi ferð reynir á alla þætti fjallaskíðamennskunnar og er sannkallað ævintýri sem ætti að henta fyrir þá sem eru að leita að alvöru fjallaskíðaverkefni. Að skíða niður af toppi Mont Blanc að vori til er fullkominn endir á fjallaskíðatímabilinu! Hlutfall á leiðsögumann fyrripart ferðar er 4:1, en síðustu 3 dagarnir upp á Mont Blanc er hlutfallið 2:1.

Nákvæmar upplýsingar

Líkamlegt form: Öflugt – Fær um að ganga 300-400m hækkun á klst í 8-12 klukkutíma.
Reynsla: Fær í flestan sjó – Með góða þekkingu og reynslu á fjallaskíðum

Dagur 1: Ferðadagur til Chamonix
Þátttakendur nota daginn til að ferðast til Chamonix þar sem ferðin byrjar.
Um kvöldið borðum við saman og leiðsögumaðurinn fer yfir ferðina og svarar öllum þeim spurningum sem kunna að vakna.
Gisting: Chamonix

Dagur 2: Grand Montets (3225m)
Tökum lyftuna upp á topp Grand Montets 3225m og skíðum niður á Argentiére jökulinn í 2700m. Tökum stefnuna á Col du Tour Noir (3533m) og skíðum vorsnjó niður í Argentiére skálann 2771m.
Gisting: Fjallaskáli

Dagur 3: Argentiére – Le Tour
Rennum okkur niður Argentiére jökulinn og tökum stefnuna á Col du Passon 3028m. Þaðan rennum við okkur niður til Le Tour 1450m.
Gisting: Chamonix

Dagur 4: Grand Mullets
Tökum lyftuna upp til Plan de l’Aiguille 2310m og skinnum í Grand Mullets skálann 3051m.
Gisting: Fjallaskáli

Dagur 5: Mont Blanc toppadagur
Við leggjum snamma af stað áleiðis á Mont Blanc. Leiðin liggur að hrygg (broddar og skíðin á pokann) sem leiðir okkur upp á Dome du Gouter 4304. Þaðan skinnum við upp að Vallot neyðarskýlinu 4362m. Ef skíðaaðstæður eru góðar þá setjum við skíðin á bakið og klifrum Bossons hrygginn uppá topp Mont Blanc 4810m og skíðum norðurfésið beint af toppnum. Ef aðstæður til skíðunnar eru vafasamar frá toppnum er hægt að skilja skíðin eftir við Vallot skálann og klifra þaðan upp á topp. Við komum svo aftur niður að skíðunum og skíðum svipaða leið niður og við komum upp.
Gisting: Chamonix

Dagur 6: Ferðadagur til Íslands
Eftir rólegan morgunmat gerum við okkur klár fyrir brottför og ferðumst aftur til Íslands.

Skilyrði fyrir bókun ferðarinnar er að þátttakendur séu með tryggingu sem innifelur í sér leit og björgun í fjalllendi.
Björgunarsveitir í Evrópu og Sviss áskilja sér rétt til að fara fram á full greiðslu fyrir björgunarkostnaði, sem og notkun á þyrlu við björgun.
Við mælum jafnframt með því að þátttakendur séu með viðeigandi ferðatryggingar

Asgard Beyond áskilur sér rétt til þess að breyta út af dagskrá ferðarinnar með tilliti til veðurs og aðstæðna hverju sinni. Þetta er gert með öryggi þátttakenda í huga og til að tryggja bestu mögulegu upplifun af ferðinni. Ef ferðatilhögun breytis mjög mikið gæti fylgt því auka kostnaður td. ef ekki er hægt að klifra Mont Blanc vegna veðurs og farið verður á annað fjall.

Skíðabúnaður

  • Fjallaskíði 95mm -105mm undir fæti
  • Fjallaskíðaskór
  • Skinn
  • Skíðastafir
  • Skíðabroddar

Tæknilegur búnaður

  • Bakpoki 35 -40L með skíðafestingum
  • Ísöxi (létt og fyrirferðalítil)
  • Mannbroddar (léttir)
  • Sigbeti (einfalt og létt göngubelti)
  • 120 cm slingur
  • Læstar karabínur x2
  • Snjoflóðaýlir (með nýjum batteríum)
  • Skófla
  • Snjóflóðastöng (240cm)

Fatnaður

  • Goretex jakki
  • Goretex buxur
  • Soft shell jakki (valkvætt, sumir kjósa að nota eingöngu skel)
  • Soft shell pants (valkvætt, sumir kjósa að nota eingöngu skel)
  • Þunnir hanskar
  • Þykkari hanskar
  • Húfa
  • Buff
  • Ennisband fyrir heitari daga
  • Innstalag, síðarema bolur (ull eða gerviefni)
  • Innstalag, föðurland (ull eða gerviefni)
  • Sunhat

Millilag

  • Einangrandi jakki, léttur (fiber eða dúnn)
  • Annar einangrandi jakki eða vesti, veltur á hversu kalt þér er (valkvætt)

Hitt og þetta

  • Sólgleraugu (cat 3-4)
  • Skíðagleraugu (með ljósri linsu)
  • Sólarvörn SPF 50
  • Varasalvi með UV vörn
  • Höfuðljós
  • skíðastrappi
  • Vatnsflaska 1L
  • Hitabúsi 0,5L (valkvætt)
  • Hælsærisplástrar og teip
  • Hleðslubanki til að hlaða síma
  • Nasl fyrir dagana (hnetur, orkustykki…)

Fyrir skálann

  • Auka ullarsokkar
  • Bolur
  • Eyrnatappar
  • Lakpoki
  • Peningur til að kaupa mat/drykki í skálanum (CHF)
  • Tannbursti, sápa…
  • Lítið þvottastykki (valkvætt)

Hvað er innifalið

  • Undirbúningsfundur fyrir ferð á Íslandi
  • 3 nætur á hóteli i Chamonix með morgunmat
  • 2 nætur í fjallaskála með morgun og kvöldmat
  • Ferðalag frá Genf til Chamonix
  • Kostnaður við leiðsögumann
  • Íslensk leiðsögn með alþjóðlega vottuðum leiðsögumönnum (IFMGA)

Hvað er ekki innifalið

  • Flug til og frá Íslandi
  • Kvöldmatur á hóteli
  • Hádegismatur og drykkir á hóteli og í skálum
  • Lyftumiðar
  • Auka ferðalög og/eða gisting ef ferðatilhögun breytist vegna veður eða aðstæðna
  • Slysa og ferðatryggingar

Ertu með einhverjar spurningar?

Hér að neðan eru svör við algengum spurningum varðandi ferðina. Ef þú finnur ekki svarið, ekki hika við að hafa samband við okkur.

  • How difficult is glacier hiking

    Glacier hiking on Sólheimajökull is easy to moderate. On our private tours we can adjust difficulty to the ability of the group. On average, we hike around 3 km on the tour on easy and relatively flat terrain.
    If the group is active and fit we deviate from the beaten path and explore more difficult areas on the glacier.

  • I’m a vegetarian/vegan, can special diets be accommodated?

    We will ensure that our guests with different dietary needs are looked after.
    All huts can offer a vegetarian option but is is important that you let us know in advance so the hut keeper can plan for this.
    Vegan option can be difficult to come around. Pleas get in touch with us and we can advice you on the possibilities.

  • What are the huts like?

    The huts are often very remote and sitting at high altitude, which means the comfort level is basic. They are clean and cozy and have everything you would wish for an overnight stay.

    Most of the huts have a hostel style dormitories where people have their own small space in a bunk bed. The hut provides blankets and pillows so you don´t have to carry a sleeping bag. Most of the time it is possible to charge your phone/camera in the hut but they do not have stable electricity so it is good to bring a power bank to charge your devices.

    The hut has a fully functioning kitchen and a bar where you can order lunch from a menu, coffee, cake or beer on tap. The quality of the water varies between huts and we recommend bottled water available for purchase at the hut.

  • What happens to my booking if the weather or conditions are bad?

    In case it is not possible to operate the tour due to weather or conditions we try the following things:

    Move the tour to a different date if that works for you, change to a different activity if you agree on that. If none of the above is possible and we have to cancel the tour due to weather or poor conditions, we will refund you the tour.

  • In how much advance should I book my tour with you?

    The short answer is: the longer the better. We have limited resources of guides and sometimes we are fully booked.
    For less technical tours like Glacier hiking, Glacier hiking and ice climbing, and alpine trekking tours we can usually accommodate you with a short notice. For more technical tours like Waterfall ice climbing, Rock climbing and alpine tours longer advance is better to secure a spot.
    Short notice can be 24 hours before departure and longer notice is at least two weeks before.

  • What is the best season for the activities you offer?

    The best season depends on what activity you choose. The appropriate season is stated at the top of each tour. To break it down:

    Glacier hikes and glacier ice climbing
    Available the whole year. This activity is not dependant on weather or conditions. The only time we have to cancel or post pone these activities is when the weather is really bad.

    Rock climbing and alpine rock climbing
    Rock climbing is a summer activity available May-October. This activity is highly weather dependant and not possible when the rock is wet or when it is raining. If you are interested in rock climbing outside of the season, it is possible if we have really good weather days. Please contact us for further information.

    Ski touring
    The best ski touring in the south-west part of Iceland is usually around spring time. The ski touring season is usually between Feb-May, however it is possible to ski outside the season if conditions are good or we ski the glaciers like on the tour “Ski touring Snæfellsjökull”. If you are interested to ski outside of the season please contact us for further information.

    Waterfall ice climbing and alpine winter climbing
    The main season is from late November to late March. Iceland has a maritime climate and temperatures fluctuate through out the season making this activity highly subject to weather and conditions. In case we have poor conditions for ice climbing we can always substitute the waterfall ice climbing with ice climbing on the glacier.

    Alpine trekking
    Snæfellsjökull can be climbed almost the whole year, appart from the darkest month of the year, December.
    Other bigger mountains like Eyjafjallajökull and Hvannadalshnúkur, the highest summit of Iceland, have the best conditions from early spring to late summer.

  • Do I need any prior experience to participate in your tours?

    Since all of our tours are private we are able to adjust the difficulty and and experience level needed for each tour. However, for some of your tours it is advisable that you have have some background in the activity:

    Glacier hiking and glacier ice climbing
    There is no prior experience needed for those tours

    Waterfall ice climbing
    It is possible to try waterfall ice climbing if you do not have any prior ice climbing experience. We would choose an easy climbing route with easy access. If you have never done ice climbing before it is worth looking into our Ice climbing and glacier hiking tour on Sólheimajökull.

    Ski touring
    For our ski touring tours you have to be a competent off-piste skier and able to ski down in various conditions.

    Rock and alpine climbing
    No prior experience is needed for single pitch rock climbing. For multi pitch climbing it is advisable that your climbing level is at 5.7-5.8 and you have to know how to belay a lead climber.

  • Can I request a tour that is not on your website?

    Yes, without a doubt. Private guiding is what Asgard is all about and if you can dream your adventure, we can make it happen. If you do not find your perfect adventure on our website, do not hesitate to get in touch at [email protected]!

    Examples of private tours we have done in the past:

    • Expedition planning and support
    • Cross country ski touring
    • Expedition and polar training
    • Private hiking, day tours and multi-day tours
    • Location management and safety on film projects
    • Private tours for photographers
    • Alpine trekking on glaciated summits
    • Multiday tours in Greenland
  • Do you offer pickup service?

    In general we only meet our guests on location, or car pool from a central location in Reykjvaík. However, if you do not have your own car and can not meet us on location please get in touch.

Umsagnir

Ferð mín með Asgard Beyond um Silvrettu leiðina var bara akkúrat það sem vantaði í líf mitt! Þetta var mín fyrsta ferð með leiðsögumanni, en ég hef áður farið á svipaðar slóðir sjálf. Það er alger game changer að leyfa fagmanni að taka ákvarðanir um leiðarval útfrá aðstæðum. Maður fær miklu meira úr ferðinni og þorir lengra út úr þægindarammanum. Ætla pottþétt í aðra ferð sem fyrst!

Sara Axelsdóttir Ski touring guest

Fór í ferð með Asgard um Silvretta Traverse og gæti vart verið ánægðari með ferðina, líklega eitt besta frí sem ég hef farið í. Róbert, okkar frábæri leiðsögumaður, var í senn afskaplega fagmannlegur og skemmtilegur. Hann hélt vel um hópinn og tryggði sér gott traust frá fyrstu stundu. Mæli hiklaust með þessari ferð og fyrirtækinu í fjallabrasið.

Þórdís Bjarnadóttir Ski touring guest

Brilliant tour!
Well educated guide, good equipment and a nice small group. I would highly recommend it for anyone looking for a personalized trip 🙂
Tip: ask the guide to tell you extra amount of stories and facts – they are wisdom fountains there for you to learn from

Rakel J Ice climbing and glacier hiking

This was one of our favourite experiences on our trip.
We’d purposefully booked with Asgard for the smaller group size (and we were fortunate that it was only us two in the end) and for the longer time on the ice. It was most definitely the right decision.

Nicola Kirsty Glacier hiking guest
Book now