Fjallaskíði

SILVRETTA FJÖLLIN Á FJALLASKÍÐUM

Fjallaskíðaferð í faðmi svissnesku og austurrísku alpanna. Frábært fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í “multidaga” fjallaksíðaferðum

from: 295.000 kr.

Book now
  • image description
    Trip dates 10.-16.Mars 2024
  • image description
    SeasonFeb-April
  • image description
    Duration7 dagar
  • image description
    DifficultyMiðlungs form

Yfirlit ferðar

Fjallaskíðun í Silvretta Ölpunum er er fullkomin ferð fyrir þá sem vilja útvíkka fjallaskíðareynslu sína og kynnast því hvernig er að skíða á milli fjallaskála. Silvretta alparnir samanstanda af sjötíu 3000m tindum sem þekja landamæri Sviss og Austurríkis.
Í þessari ferð höfum við möguleika á því að toppa nokkra 3000 m tinda sem krefjast ekki tæknilegrar kunnáttu og getu.

Ferðalagið hefst með flugi frá Íslandi og byrjar á hóteli í Landeck, Austurríki. Fyrsti dagurinn byrjar á upphitun á Ischgl skíðasvæðinu þar sem við skíðum okkur í gang áður en við rennum okkur inn í óbyggðir. Næstu 4 daga notum við til að ferðast á milli fjallaskála og skíðum í fjölbreyttu landslagi umkringd bröttum tindum og jöklum. Óviðjafnanleg skíðaferð í austurrísku ölpunum.

Þessi 7 daga fjallaskíðaferð er mjög góður undirbúningur fyrir þá sem stefna á Haute Route fjallaskíðaþverunina frá Chamonix til Zermatt í framtíðinni, eða vilja útvíkka fjallaskíðareynslu sína undir leiðsögn fagmanna.

Nákvæmar upplýsingar

Hér að neðan eru ítarlegri upplýsingar fyrir ferðina. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur.

Líkamlegt form: Miðlungs, fær um að ganga 250-300m hækkun á klst í 5-7 klukkutíma.
Reynsla: Reyndur byrjandi, einhver fyrri reynsla en vantar aukið sjálfstraust.

Þátttakendur þurfa að geta skíðað af öryggi og tengt beygjur í utanbrautar landslagi.

Verð í opna ferð á dagskrá, 4-6 þátttakendur
295.000 kr. á mann.

Fyrir private bókanir vinsamlegast hafið samband við okkur.

Dagur 1: Ferðadagur til Landeck í Austurríki
Þátttakendur nota daginn til að ferðast til Austurríkis. Gert er ráð fyrir að flogið sé til Zürich þar sem leigubíll bíður okkar og keyrir okkur alla leið á hótelið í Landeck, en aksturinn tekur um 2.5klst. Umkvöldið borðum við saman á hótelinu og leiðsögumaðurinn fer yfir ferðina og svarar öllum þeim spurningum sem kunna að vakna.

Dagur 2: Ischgl – Heildelbergerhutte
Dagurinn byrjar á stuttu ferðalagi frá hótelinu okkar og að skíðasvæðinu Ischgl þar sem við eyðum fyrripart af deginum í off-pist þjálfun og skíðatækni. Eftir hádegismat tökum við liftuna upp á Pauiner Kopf (2864m). Þaðan rennum við okkur að Zeblasjoch (2539m), setjum skinnin undir og byrjum að ganga. Við förum yfir grunn atriði í göngu á skíðum og æfum misunandi tækni við uppgöngu. Eftir stutta göngu toppum við Piz Davo Sassé (2791). Eftir að hafa notið útsýnisins rennum við okkur svo beint niður í skálann Heidelbergerhutte (2264m). Heidelbergerhutte er klassískur fjallaskáli en samt sem áður vel útbúinn með sturtum, matsölu og bar.

Dagur 3: Heidelbergerhutte – Jamtalhutte
Á þessum degi ferðumst við frá Heidelbergerhutte til Jamtalhutte með viðkomu í Kronenjoch skarðinu og toppum Breite Krone (3097m). Við skíðum af toppnum og alla leið niður í skála. Skálinn er í eigu Þýska Alpaklúbbsins og er afar vel búinn og þægilegur, þar er meðal annars að finna ísklifurturn, sturtur og matsölu með bar.

Dagur 4: Fjallaskíðun út frá Jamtalhutte
Það eru óteljandi fjallaskíðamögueikar út frá skálanum og það veltur aðeins á veðri og aðstæðum hvað verður fyrir valinu. Við stefnum á ferðast í gegnum jöklalandslag og toppa 3000m tinda eins og Hintere Jamtalspitze (3156) eða Gemspitz (3110m).

Dagur 5: Jamtalhutte – Wiesbadenhutte

Við kveðjum Jamtalhutte og höldum af í átt að Wiesbadenhutte, enn einn frábær skálinn á svæðinu. Við förum í gegnum Ochensenscharte skarðið með möguleika á að toppa Dreilanderspitze (3197m). Fjallið er í brattari kantinum og nauðsynlegt að setja skíðin á bakpokann í stutta stund og styðjast við öxi á leiðinni topphrygginn. Við skíðum svo niður jökulinn og endum í Wiesbadnerhutte.

Dagur 6: Wiesbadenhutte – Galtur – Landeck
Síðasti skíðadagurinn og við vinnum okkur aftur til byggða í bæ sem heitir Galtür. Eftir stutta uppgöngu frá skálanum er drauma-skíðabrekka sem bíður okkar, sennilega besta brekka ferðarinna. Möguleiki er að fara upp á Rauher Kopf (3101m) ef hópurin á nóg eftir á tanknum. Þessi langa brekka liggur niður Bieltal og við rennum okkur alla leið niður í Galtür. Þaðan er um 40 mínútna akstur með leigubíl aftur á hótelið í Landeck þar sem við slöppum af, njótum kvöldsins og borðum saman. Hér skilja leiðir og ferðin er formlega búin.

Dagur 7: Heimferð
Ferðadagur til Íslands. Leigubíll sækir okkur á hótelið og kemur okkur aftur út á flugvöllinn í Zurich.

Skilyrði fyrir bókun ferðarinnar er að þátttakendur séu með tryggingu sem innifelur í sér leit og björgun í fjalllendi.
Björgunarsveitir í Evrópu og Sviss áskilja sér rétt til að fara fram á full greiðslu fyrir björgunarkostnaði, sem og notkun á þyrlu við björgun.
Við mælum jafnframt með því að þátttakendur séu með viðeigandi ferðatryggingar

Asgard Beyond áskilur sér rétt til þess að breyta út af dagskrá ferðarinnar með tilliti til veðurs og aðstæðna hverju sinni. Þetta er gert með öryggi þátttakenda í huga og til að tryggja bestu mögulegu upplifun af ferðinni. Ef ferðatilhögun breytis mjög mikið gæti fylgt því auka kostnaður td. ef ekki er hægt að fara upp í hæð vegna veðurs og gista þarf á hóteli niðri á láglendi í staðinn, eða notast við skíðasvæði.

Skíðabúnaður

  • Fjallaskíði 95mm -105mm undir fæti
  • Fjallaskíðaskór
  • Skinn
  • Skíðastafir
  • Skíðabroddar

Tæknilegur búnaður

  • Bakpoki 35 -40L með skíðafestingum
  • Ísöxi (létt og fyrirferðalítil)
  • Mannbroddar (léttir)
  • Sigbeti (einfalt og létt göngubelti)
  • 120 cm slingur
  • Læstar karabínur x2
  • Snjoflóðaýlir (með nýjum batteríum)
  • Skófla
  • Snjóflóðastöng (240cm)

Fatnaður

  • Goretex jakki
  • Goretex buxur
  • Soft shell jakki (valkvætt, sumir kjósa að nota eingöngu skel)
  • Soft shell pants (valkvætt, sumir kjósa að nota eingöngu skel)
  • Þunnir hanskar
  • Þykkari hanskar
  • Húfa
  • Buff
  • Ennisband fyrir heitari daga
  • Innstalag, síðarema bolur (ull eða gerviefni)
  • Innstalag, föðurland (ull eða gerviefni)
  • Sunhat

Millilag

  • Einangrandi jakki, léttur (fiber eða dúnn)
  • Annar einangrandi jakki eða vesti, veltur á hversu kalt þér er (valkvætt)

Hitt og þetta

  • Sólgleraugu (cat 3-4)
  • Skíðagleraugu (með ljósri linsu)
  • Sólarvörn SPF 50
  • Varasalvi með UV vörn
  • Höfuðljós
  • skíðastrappi
  • Vatnsflaska 1L
  • Hitabúsi 0,5L (valkvætt)
  • Hælsærisplástrar og teip
  • Hleðslubanki til að hlaða síma
  • Nasl fyrir dagana (hnetur, orkustykki…)

Fyrir skálann

  • Auka ullarsokkar
  • Bolur
  • Eyrnatappar
  • Lakpoki
  • Peningur til að kaupa mat/drykki í skálanum (CHF)
  • Tannbursti, sápa…
  • Lítið þvottastykki (valkvætt)

Hvað er innifalið

  • Undirbúningsfundur fyrir ferð á Íslandi
  • Gisting á hóteli í Landeck
  • Gisting í öllum fjallaskálum með morgun- og kvöldmat
  • Taxi til og frá flugvellinum í Zürich
  • Taxi á hótel á síðasta skíðadegi
  • Skíðapassi í Ischgl í einn dag
  • Íslensk leiðsögn með alþjóðlega vottuðum leiðsögumönnum (IFMGA)

Hvað er ekki innifalið

  • Flug fram og til baka
  • Kvöldmatur í Landeck í byrjun og enda ferðar
  • Hádegismatur, nasl og drykkir á hóteli og í skálum
  • Auka ferðalög og/eða gisting ef ferðatilhögun breytist vegna veður eða aðstæðma
  • Slysa og ferðatryggingar

Ertu með einhverjar spurningar?

Hér að neðan eru svör við algengum spurningum varðandi ferðina. Ef þú finnur ekki svarið, ekki hika við að hafa samband við okkur.

  • I’m a vegetarian/vegan, can special diets be accommodated?

    We will ensure that our guests with different dietary needs are looked after.
    All huts can offer a vegetarian option but is is important that you let us know in advance so the hut keeper can plan for this.
    Vegan option can be difficult to come around. Pleas get in touch with us and we can advice you on the possibilities.

  • What are the huts like?

    The huts are often very remote and sitting at high altitude, which means the comfort level is basic. They are clean and cozy and have everything you would wish for an overnight stay.

    Most of the huts have a hostel style dormitories where people have their own small space in a bunk bed. The hut provides blankets and pillows so you don´t have to carry a sleeping bag. Most of the time it is possible to charge your phone/camera in the hut but they do not have stable electricity so it is good to bring a power bank to charge your devices.

    The hut has a fully functioning kitchen and a bar where you can order lunch from a menu, coffee, cake or beer on tap. The quality of the water varies between huts and we recommend bottled water available for purchase at the hut.

Þetta hafa gestirnir okkar að segja

Ferð mín með Asgard Beyond um Silvrettu leiðina var bara akkúrat það sem vantaði í líf mitt! Þetta var mín fyrsta ferð með leiðsögumanni, en ég hef áður farið á svipaðar slóðir sjálf. Það er alger game changer að leyfa fagmanni að taka ákvarðanir um leiðarval útfrá aðstæðum. Maður fær miklu meira úr ferðinni og þorir lengra út úr þægindarammanum. Ætla pottþétt í aðra ferð sem fyrst!

Sara Axelsdóttir Ski touring guest

Fór í ferð með Asgard um Silvretta Traverse og gæti vart verið ánægðari með ferðina, líklega eitt besta frí sem ég hef farið í. Róbert, okkar frábæri leiðsögumaður, var í senn afskaplega fagmannlegur og skemmtilegur. Hann hélt vel um hópinn og tryggði sér gott traust frá fyrstu stundu. Mæli hiklaust með þessari ferð og fyrirtækinu í fjallabrasið.

Þórdís Bjarnadóttir Ski touring guest
Book now