-
Trip dates 1.-10.Júlí 2025, með Matterhorn viðbót
1.-7.Júlí 2025
-
SeasonJúní-Ágúst
-
Duration7 dagar, 10 dagar með Matterhorn
-
DifficultyGott líkamlegt form
Yfirlit ferðar
Spagetti þverunin er stundum kölluð “Haute route” fjallamannsins. Staðsett í hjarta Sviss, steinsnar frá Zermatt og Matterhorn, stefnum við á að toppa yfir tíu 4000m klassíska alpatinda. Tindarnir eru staðsettir á landamærum Sviss og Ítalíu í Monte Rosa fjallgarðinum, og vegna þess býðst okkur það allra besta sem alparnir hafa upp á að bjóða; að klifra Svissnesk fjöll og sofa í ítölskum fjallaskálum, sem eru sennilega bestu skálar alpanna þegar kemur að gestrisni og matarmenningu.
Þessi 7 daga toppaferð byrjar og endar í Zermatt þar sem við munum vera uppí fjöllunum í 5 daga (4 nætur) umkringd jöklum á hásléttu alpanna. Á hverjum degi toppum við nýjan tind með mismunandi áskorunum. Við þurfum að þvera jökla í auðveldu landslagi, klifra brattan snjó og létta kletta, bratta hryggi og auðvelt ísklifur.
Að klifra nokkra af þekktustu tindum Monter Rosa fjallgarðsins ætti að vera á lista allra fjallamanna – háklassa alpaklifur upplifun með ógleymanlegu útsýni!
Í boði er að lengja ferðina og bæta við 3ja daga Matterhorn viðbót í enda ferðarinnar.
Nákvæmar upplýsingar
Hér að neðan eru ítarlegri upplýsingar fyrir ferðina. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur.
Fyrir Spagetti þverunina:
Líkamlegt form: Miðlungs, fær um að ganga 250-300m hækkun á klst í 5-7 klukkutíma.
Reynsla: Reyndur byrjandi, einhver fyrri reynsla en vantar aukið sjálfstraust.
Fyrir Matterhorn viðbót:
Líkamlegt form: Öflugt form, Fær um að ganga 300-400m hækkun á klst í 8-12 klukkutíma.
Reynsla: Fær í flestan sjó, með góða þekkingu og reynslu í faginu
Hópferð (2, 4 or 6 þátttakendur)
570.000 kr. á mann
820.000 kr. á mann, með Matterhorn viðbót
Hlutfall á leiðsögumann fyrir Spagetti þverunina er 2:1 og lágmarks bókun á ferð eru 2 þátttakendur
Hlutfall á leiðsögumann fyrir Matterhorn er 1:1
ÁætlaPrice estimate for expenses not included in the tour:
- Train to and form Zurich airport: 40.000 kr.
- Lifts in Zermatt: 20.000kr
- Spending in huts:30-50 EUR per day depending on consumption
- Hotel for two nights in Zermatt: Variable options from hostels to fine hotels
- Air travel to and from Zurich: 60-80.000 kr.
Undirbúningsfundur fyrir ferð:
Við bjóðum upp á undirbúningsfund með leiðsögumanni fyrir hópinn nokkrum vikum áður en ferðin fer af stað. Þar gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráð um búnað og annað sem er óljóst.
Dagur 1: Ferðalag til Zermatt
Í dag er ferðadagur. Best er að bóka beint flug til Zürich í gegnum Icelandair. Frá flugvellinum í Zürich tökum við svo lest í gegnum fjöllin til Zermatt. Lestarferðalagið tekur um 3.5 tíma og í Zermatt komum við okkur fyrir á hóteli og slökum aðeins á. Um kvöldið hittumst við svo á veitingastað í bænum og förum yfir hvað er framundan.
Gist í Zermatt í eina nótt.
Dagur 2: Breithorn 4160m og Pollux 4089m
Snemma um morguninn tökum við lyftu upp á Klein Matterhorn sem er beint fyrir ofan bæinn. Við göngum beint út úr lyftustöðinni og inn á jökulsléttuna og vinnum okkur að fyrsta fjalli ferðarinnar, Breithorn (4160m). Brattar snjóbrekkur leiða okkur upp á þetta tignarlega fjall, og eftir að hafa notið útsýnisins yfir Zermatt dalinn tökum við stefnuna austur og klifrum Pollux (4089m). Leiðin þangað upp er fjölbreitt þar sem við klifrum snjó hryggi og auðvelt klettaklifur sem kemur okkur á toppinn.
Eftir að hafa toppað tvo 4000m tinda komum við okkur hægt og örugglega efrit jöklinum og lækkum okkur niður í Ayas fjallaskálann þar sem við gistum í eina nótt.
Hækkun: 790m
Vegalengd: 9km
Dagur 3: Castor 4225m
Við tökum daginn snemma og í birtingu höldum við upp jökulin í átt að Castor (4225m). Efsti parturinn af brekkunni getur verið mjög brattur og gætum við þurft að beita frambroddum og klifra upp síðustu metrana með einni öxi.
Síðustu metrarnir upp á topp eru eftir brattri og mjórri snjóegg þar sem vanda þarf sporin, alvöru landslag sem myndi flokkast undir klassíska alpaklifur upplifun. Frá toppnum vinnum við okkur niður í Felikjoch skarðið og svo alla leið niður í næsta skála, Quintino Sella, þar sem við gistum eina nótt.
Hækkun: 870m
Vegalengd: 6km
Dagur 4: Naso del Lysskamm 4272m og Vincent Pyramid 4215m (3905 m)
Fyrsti stóri dagur ferðalagsins. Við ættum að vera búin a venjast hæðinni aðeins betur á þessum tímapunkti. Við höldum áfram að þvera jöklana í fjallgarðinum til austurs, undir hrikalegum hlíðum Lysskamm. Stuttur kafli af bröttu snjóklifri kemur okkur á toppin á Naso del Lysskamm. Þaðan þverum við stóran jökul sem leiðir okkur að lokum upp á toppinn á Vincent Pyramid (4215m).
Næstu nótt gistum við svo í faðmi ítalskra gestgjafa í Gnifetti skálanum, en skálinn er alþekktur fyrir einn besta mat sem hægt er að fá í fjallaskála í ölpunum.
Hækkun: 1000m
Vegalengd: 8.8km
Dagur 5: Í dag söfnum við tindum
Dagurinn byrjar mjög snemma í rökkri því við ætlum að klifra eins marga tinda og við getum. Uppímóti allan daginn förum við á eftirfarandi 4000m tinda: Corno Nero 4321m, Ludwigshöhe 4343m, Parrotspitze 4434m, Zumsteinspitze 4563m og Signalkuppe 4554m. Dagurinn mun reyna á færni okkar í öllum tegundum af landslagi eins og bröttum snjó, mjóir og brattir hryggir og auðvelt klettaklifur. Í lok dags gistum við í Margherita skálanum en það er sá skáli sem situr hæst af öllum skálum í ölpunum, eða í 4554m.
Það getur verið erfitt að ná góðum nætursvefn í svo mikilli hæð.
Hækkun: 1000m
Vegalengd: 6km
Dagur 6: Signalkuppe – Zermatt
Meirihluti dagsins fer í hæðarlækkun. Við leggjum snemma af stað frá Margherita til að tryggja að snjóbrýr séu öruggari og í góðu standi á jöklinum. Með ótrúlegt útsýni yfir fjallgarðinn og Zermatt þræðum við okkur á milli jökulsprungna niður Grez jökulinn. Rétt undir lokin við Gornergrat er síðasta hækkun ferðarinna upp bratta grjótabrekku á góðum göngustíg. Stígurinn leiðir okkar að lestarstöðinni í Rotenboden þar sem við tökum fjallalest aftur niður til Zermatt.
Tími til að fagna þessum frábæra fjallaáfanga og við tyllum okkur niður á einn af fjölmörgum veitingastöðum í Zermatt, borðum saman.
Hækkun: 500m
Lækkun: 2180m
Vegalengd: 14km
Dagur 7: Ferðadagur til Íslands
Þessi dagur er hugsaður sem ferðadagur til Íslands, þar sem þátttakendur geta tekið lestina snemma á flugvöllinn í Zürich og ferðast heim.
Hægt er að framlengja ferðina með því að bæta 3ja daga Matterhorn ferð við ferðalagið. Viðbótin hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru í mjög góðu formi og til í stærra verkefni og tilvalið að nýta tækifærið þar sem búið er að aðlaga líkamann að 4000m hæð.
Ef þú ætlar þér að bæta Matterhorn við þessa ferð, passaðu þá að bóka gistingu í Zermatt fyrir dag 7 og 9.
Matterhorn viðbót
Day 8: Matterhorn viðbót – Ganga upp í skálann
Þátttakendur nota dag 7 í Spagetti þveruninni til að hvíla sig í Zermatt.
Um morguninn tökum við lyftu upp að Schwartzsee og göngum upp í Hörnlihutte. Gangan tekur um 2.5 tíma. Þegar komið er í skálann fer leiðsögumaðurinn yfir skipulagið fyrir toppadaginn og við förum snemma í háttinn.
Day 9: Matterhorn viðbót – Toppadagur
Eftir mjög stuttan morgunverð gerum við okkur klár og förum af stað. Fyrstu klukkutímarnir erum við í myrkri með höfuðljós og vinnum okkur upp klettarifin fyrir ofan skálann. Eftir því sem við klifrum hærra verðu fjallið brattara, og erfiðustu kaflarnir eru búnir þykkum köðlum sem hægt er að halda í og hífa sig upp.
Leiðin er yfirleitt ekki með miklum snjó, en loka hryggurinn upp á toppinn er oftast hulinn snjó þar sem þarf að beita ísöxi og mannbroddum.
Toppadagurinn er mjög krefjandi og tekur um 8 klukkutíma af viðstöðulausu klifri/göngu. Tíminn sem það tekur að komast upp á topp eru um 4 tímar og klifrið niður tekur jafn langan tíma. Það er mjög mikilvægt að þátttakendur séu vel undirbúnir og í góðu formi.
Frá toppnum á Matterhorn vinnum við okkur niður og göngum alla leið niður í lyftustöðina við Schwartzsee og endum í Zermatt þar sem við gistum síðustu nóttina.
Dagur 10: Matterhorn viðbót – Ferðadagur
Ferðadagur til Íslands þar sem við tökum lestina snemma um morguninn á flugvölinn í Zürich.
Skilyrði fyrir bókun ferðarinnar er að þátttakendur séu með tryggingu sem innifelur í sér leit og björgun í fjalllendi.
Björgunarsveitir í Evrópu og Sviss áskilja sér rétt til að fara fram á full greiðslu fyrir björgunarkostnaði, sem og notkun á þyrlu við björgun.
Við mælum jafnframt með því að þátttakendur séu með viðeigandi ferðatryggingar.
Asgard Beyond áskilur sér rétt til þess að breyta út af dagskrá ferðarinnar með tilliti til veðurs og aðstæðna hverju sinni. Þetta er gert með öryggi þátttakenda í huga og til að tryggja bestu mögulegu upplifun af ferðinni. Ef ferðatilhögun breytis mjög mikið gæti fylgt því auka kostnaður td. ef ekki er hægt að fara upp í hæð vegna veðurs og gista þarf á hóteli niðri á láglendi í staðinn, eða notast við skíðasvæði.
Tæknilegur búnaður
- Klifurbelti
- Hjálmur
- Mannbroddar
- 2 læstar karabínur
- Ísöxi
- Fjallaskór
- Bakpoki 35-40L
- Göngustafir (optional)
Fatnaður
- Goretex jakki
- Goretex Buxur
- Soft shell jakki (valkvætt, sumir kjósa að nota eingöngu gore-tex)
- Soft shell pants (valkvætt, sumir kjósa að nota eingöngu gore-tex)
- Fiber eða dúnjakki
- Flíspeysa
- Þunnir hanskar
- Þykkari hanskar
- Húfa
- Buff (háls/andlitshlíf)
- Ennisband (fyrir heitari daga)
- Innsta lag, síðerma bolur (ull eða gerviefni)
- Insta lag, föðurland (ull eða gerviefni)
- Derhúfa
- Sokkar
Hitt og þetta
- Sólgleraugu (cat 4)
- Skíðagleraugu (með ljósri linsu)
- Sólarvörn SPF 50
- Varasalvi með sólarvörn
- Höfuðljós
- Vatnsflaska 1L
- Hitabrúsi 0,5L (optional)
- Hælsærisplástrar/teip
- Hleðslubanki og hleðslutæki
- Nasl fyrir dagana (hnetur, orkustykki…)
Fyrir skálann
- Auka sokkar
- Bolur (valkvætt)
- Eyrnatappar
- Svefnpoka-liner
- Reiðufé fyrir neyslu í skálanum (EUR)
- Tannbursti, sápa…
What's included
- Undirbúningsfundur fyrir ferð á Íslandi
- 4 nætur í fjallaskála með morgunmat og kvöldmat
- Kostnaður leiðsögumanns
- Íslensk leiðsögn með alþjóðlega vottuðum leiðsögumönnum (IFMGA)
What's notincluded
- Flug til og frá Íslandi
- Lest Zurich-Zermatt-Zurich
- Hótel og matur í Zermatt
- Kláfar/lestir/lyftur
- Hádegismatur og drykkir í skálum
- Gisting í Hörnlihut (Matterhorn viðbót)
- Auka ferðalög og/eða gisting ef ferðatilhögun breytist vegna veður eða aðstæðma
- Slysa og ferðatryggingar
Ertu með einhverjar spurningar?
Hér að neðan eru svör við algengum spurningum varðandi ferðina. Ef þú finnur ekki svarið, ekki hika við að hafa samband við okkur.
-
What happens to my booking if the weather or conditions are bad?
In case it is not possible to operate the tour due to weather or conditions we try the following things:
Move the tour to a different date if that works for you, change to a different activity if you agree on that. If none of the above is possible and we have to cancel the tour due to weather or poor conditions, we will refund you the tour.
-
In how much advance should I book my tour with you?
The short answer is: the longer the better. We have limited resources of guides and sometimes we are fully booked.
For less technical tours like Glacier hiking, Glacier hiking and ice climbing, and alpine trekking tours we can usually accommodate you with a short notice. For more technical tours like Waterfall ice climbing, Rock climbing and alpine tours longer advance is better to secure a spot.
Short notice can be 24 hours before departure and longer notice is at least two weeks before. -
What is the best season for the activities you offer?
The best season depends on what activity you choose. The appropriate season is stated at the top of each tour. To break it down:
Glacier hikes and glacier ice climbing
Available the whole year. This activity is not dependant on weather or conditions. The only time we have to cancel or post pone these activities is when the weather is really bad.Rock climbing and alpine rock climbing
Rock climbing is a summer activity available May-October. This activity is highly weather dependant and not possible when the rock is wet or when it is raining. If you are interested in rock climbing outside of the season, it is possible if we have really good weather days. Please contact us for further information.Ski touring
The best ski touring in the south-west part of Iceland is usually around spring time. The ski touring season is usually between Feb-May, however it is possible to ski outside the season if conditions are good or we ski the glaciers like on the tour “Ski touring Snæfellsjökull”. If you are interested to ski outside of the season please contact us for further information.Waterfall ice climbing and alpine winter climbing
The main season is from late November to late March. Iceland has a maritime climate and temperatures fluctuate through out the season making this activity highly subject to weather and conditions. In case we have poor conditions for ice climbing we can always substitute the waterfall ice climbing with ice climbing on the glacier.Alpine trekking
Snæfellsjökull can be climbed almost the whole year, appart from the darkest month of the year, December.
Other bigger mountains like Eyjafjallajökull and Hvannadalshnúkur, the highest summit of Iceland, have the best conditions from early spring to late summer. -
Do I need any prior experience to participate in your tours?
Since all of our tours are private we are able to adjust the difficulty and and experience level needed for each tour. However, for some of your tours it is advisable that you have have some background in the activity:
Glacier hiking and glacier ice climbing
There is no prior experience needed for those toursWaterfall ice climbing
It is possible to try waterfall ice climbing if you do not have any prior ice climbing experience. We would choose an easy climbing route with easy access. If you have never done ice climbing before it is worth looking into our Ice climbing and glacier hiking tour on Sólheimajökull.Ski touring
For our ski touring tours you have to be a competent off-piste skier and able to ski down in various conditions.Rock and alpine climbing
No prior experience is needed for single pitch rock climbing. For multi pitch climbing it is advisable that your climbing level is at 5.7-5.8 and you have to know how to belay a lead climber. -
Can I request a tour that is not on your website?
Yes, without a doubt. Private guiding is what Asgard is all about and if you can dream your adventure, we can make it happen. If you do not find your perfect adventure on our website, do not hesitate to get in touch at [email protected]!
Examples of private tours we have done in the past:
- Expedition planning and support
- Cross country ski touring
- Expedition and polar training
- Private hiking, day tours and multi-day tours
- Location management and safety on film projects
- Private tours for photographers
- Alpine trekking on glaciated summits
- Multiday tours in Greenland
-
Do you offer pickup service?
In general we only meet our guests on location, or car pool from a central location in Reykjvaík. However, if you do not have your own car and can not meet us on location please get in touch.