Skilmálar þessir eiga við allar ferðir sem Asgard hefur uppá að bjóða og eru bindandi þegar bókun hefur átt sér stað. Ferðin telst bókuð þegar annaðhvort staðfestingargjald hefur verið greitt, eða ef ferðin hefur verið greidd að fullu.
Asgard Beyond áskilur sér rétt til að breyta dagskrá ferða eða aflýsa vegna veðurs, aðstæðna eða öðrum utanaðkomandi óvæntum uppákomum. Við reynum eftir fremsta megni að vera sveigjanleg þegar kemur að breytingum á ferðaáætlun og er það gert með öryggi þátttakenda í huga. Ef til breytinga kemur getur það verið af ýmsum ástæðum svo sem vegalokanir, nátúruvár, veður, aðstæður, líkamlegt form þátttakenda og annað.
Ef við þurfum að breyta ferðaáætlun reynum við eftir fremsta megni að setja upp sambærilega upplifun fyrir okkar gesti.
Dagsferðir eru staðfestar þegar fullnaðargreiðsla hefur farið fram og kvittun verið send á viðskiptavin.
Ferðir sem eru lengri en einn dagur og utanlandsferðir eru ekki staðfestar fyrr en búið er að greiða staðfestingargjald þegar það á við, eða þegar ferðin er greidd í einu lagi ef þess er óskað. Eftirstöðvar ferðarinnar þarf að greiða eigi síður en 42 dögum fyrir brottför.
Við skipulagningu ferða þarf að huga að mörgu: staðfesta leiðsögumann, samskipti við viðskiptavin, úthluta farartækjum og fleira. Endurgreiðslur eru því takmarkaðar miðað við tímarammann hér að neðan. Beiðni um endurgreiðslu eða afbókun skal ávalt koma á skriflegu formi í gegnum tölvupóst eins miklum fyrirvara og hægt er. Endurgreiðsla er framkvæmd samkvæmt skilmálum hér að neðan, fyrsta virka dag eftir að beiðnin hefur borist.
Ef þáttakandi mætir ekki í ferð á tilsettum tíma áskilur Asgard Beyond sér rétt til að halda eftir greiðslu fyrir ferðinni og engin endurgreiðsla innt af hendi.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband.
Almennar dagsferðir þar sem ekki er staðfestingargjald:
Afbókun með meira en 48 tíma fyrirvara fyrir brottfarardag fæst 100% endurgreiðsla
Afbókun með minna en 48 tíma fyrirvara fyrir brottfarardag fæst engin endurgreiðsla
Dagsferðir með staðfestingargjaldi:
Stafestingargjald fyrir dagsferðir er óafturkræft. Ef afbókað er með meira en 48 tíma fyrirfara heldur Asgard eftir staðfestingargjaldinu og afgangurinn af andvirði ferðarinnar er greiddur til baka.
Afbókun með minna en 48 tíma fyrirvara fyrir brottfarardag fæst engin endurgreiðsla.
Við afbókanir á ferðum lengri en einn dagur með meira en 42ja daga fyrirvara fæst 80% endurgreiðsla. 20% af andvirði ferðarinnar er haldið eftir vegna rástafana sem þegar hafa verið gerðar fyrir ferðina eins og bókanir á akstri, gistingu og skrifstofukostnaði.
Við afbókanir á ferðum lengri en einn dagur með minna en 42ja daga fyrirvara fæst 50% endurgreiðsla. 50% af andvirði ferðarinnar er haldið eftir vegna rástafana sem þegar hafa verið gerðar fyrir ferðina eins og bókanir á akstri, gistingu og skrifstofukostnaði.
Cancellations with less than 42 days before departure leaves you with a 50% refund. 50% is non-refundable, due to the fact that arrangements have already been made for you on the trip.
Við afbókanir með minna en 72ja tíma fyrirvara fæst engin endurgreiðsla.
Við afbókanir með meira en 14 daga fyrirvara fyrir brottför námskeiðs fæst 80% endurgreiðsla. Asgard heldur eftir 20% fyrir umsýslukostnaði.
Við afbókun með meira en 7 daga fyrirvara fæst 50% endurgreiðsla.
Við afbóku með meira en 2ja daga fyrirvara fæst 20% endurgreiðsla.
Við afbókanir með minna en 48 tíma fyrirvara fæst engin endurgreiðsla.
Staðfestingargjald tryggir sæti í ferðinni og er óafturkræft.
Fyrir afbókanir á lengri ferðum utan Íslands gildir:
Meira en 60 daga fyrirvari: 100% endurgreiðsla
30-59 daga fyrirvari: 75% endurgreiðsla
16-29 daga fyrirvari: 50% endurgreiðsla
3-15 daga fyirvari: 25% endurgreiðsla
Minna en 15 daga fyrirvari: Engin endurgreiðsla
Veður og aðstæður geta haft mikil áhrif á ferðaáætlun og og haft áhrif á öryggi ferða. Asgard áskilur sér rétt til að breyta ferðatilhögun með öryggi þáttakenda í huga. Við fylgjumst vel með aðstæðum og veðri til að hámarka upplifun og öryggi þátttakenda í ferðum okkar.
Ferðir innan Íslands
Ferðum í fjalllendi fylgir alltaf einhver áhætta og hvetur Asgard þátttakendur til þess að sækja sér viðeigandi tryggingar.
Ferðir utan Íslands
Í utanlandsferðum á vegum Asgard er skilyrði fyrir þátttöku í ferðinni að vera með viðeigandi björgunar og slysatryggingu. Við mælum með því að þátttakendur séu með ferðatryggingar
Ferðir í fjalllendi krefjast þess að þátttakendur séu í nægjanlega góðu formi fyrir ferðina sem þeir taka sér fyrir hendur til þess að ógna ekki sínu eigin öryggi og annarra. Erfiðlekastig ferða er mismunandi og mikilvægt að þátttakendur kynni sér forkröfur fyrir hverja ferð fyrir sig undir “Nákvæmar upplýsingar” inn á ferðasíðunni.
Öll verð og reikningar eru í Íslenskum Krónum.
Ef óskað er eftir því að greiða í örðum gjaldmiðli áskilur Asgard sér rétt til að bæta við gjaldeyrisþóknun áður en lokagreiðsla hefur farið fram. Þetta er gert til til að standa straum af gengissveiflum.