Climb

MONT BLANC VIKA

Viku ferðalag út frá Chamonix í Frakklandi með hæðaraðlögun á klassískum tindum í ölpunum sem endar á Mont Blanc, toppi Evrópu.

from: 495.000 kr.

Book now
 • image description
  Trip dates 4-11.Jún 2024
 • image description
  SeasonJúní-Sept
 • image description
  Duration8 dagar
 • image description
  DifficultyFyrir reynda byrjendur, öflugt form

Yfirlit ferðar

Mont Blanc er einn af þeim tindum sem allir fjallamenn ættu að hafa á listanum hjá sér. Ferðin byrjar í Chamonix, bær sem lengi hefur verið kallaður vagga fjallamennskunnar enda er hann staðsettur við rætur Mont Blanc (4809m). Fyrripart ferðarinnar er nýttur í hæðaraðlögun þar sem gengið er um þekkta þekkta staði á svæðinu eins og Géant jökulinn, gist í fjallaskálum og klifraður einn aðlögunar tindur eins og Aguille du Tour (3540m).
Síðustu 3 dagarnir eru svo klifurdagar upp á Mont Blanc þar sem við ferðumst í gegnum magnað landslag, allt frá þægilegum fjallastígum og klettaklöngri upp í þverun stórra jökla og snjóhryggja. Ferðalagið upp á Mont Blanc reynir á alla þætti fjallamennskunnar.

Ferðin er heildstæð fjallaupplifun þar sem gengið er um jökla, gist í fjallaskálum og klassískir tindar alpanna klifraðir.
Þetta er ferð sem fjallamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

Hlutfall á leiðsögumann fyrripart ferðar er 4:1, en síðustu 3 dagarnir upp á Mont Blanc er hlutfallið 2:1.

Nákvæmar upplýsingar

Líkamlegt form: Öflugt, fær um að ganga 300-400m hækkun á klst í 8-12 klukkutíma.
Reynsla: Reyndur byrjandi, einhver fyrri reynsla en vantar aukið sjálfstraust.

Dagur 1: Ferðadagur til Chamonix
Þátttakendur nota daginn til að ferðast til Chamonix þar sem ferðin byrjar.
Um kvöldið borðum við saman og leiðsögumaðurinn fer yfir ferðina og svarar öllum þeim spurningum sem kunna að vakna.
Gisting: Chamonix

Dagur 2: Albert Premiere
Hægt er að nota morguninn til þess að útvega sér búnað ef eitthvað vantar uppá.
Eftur stuttan morgun fund og yfirferð á búnaði tökum við strætó í Le Tour þar sem við tökum lyfturnar upp í 2193m hæð. Þaðan er um tveggja tíma gangur upp í Albert Premiere fjallaskálann í gegnum fallegt fjallalandslag eftir litlum alpastígum með frábæru útsýni yfir Tour jökulinn. Eftir að hafa borðað hádegismat í skálanum förum við í stutta æfingaferð á jöklinum þar sem við förum yfir broddatækni.
Gisting: Fjallaskáli, Albert Premiere

Dagur 3: Aguilles du Tour 3540m
Við tökum daginn snemma og stefnum á að Aguilles du Tour (3540m) sem er falleg klettaspíra fyrir ofan skálann. Dagurinn snertir á öllum þáttum fjallamennskunnar þar sem við klifrum brött gil í klett og snjó, göngum á jökli og létt kletta brölt leiðir okkur upp á toppinn.
Í lok dags göngum við alla leið niður aftur að lyftunum í Le tour og endum seinnipartinn í Chamonix þar sem við gistum á hóteli.
Gisting: Chamonix

Dagur 4: Aguille du Midi – Pointe Helbronner
Við höldum hæðaraðlöguninni árfam og stefnum á fyrstu lyftu upp í Aguille du Midi. Þaðan göngum við yfir Glacier du Géant og yfir til Ítalíu að lyftuhúsinu í Pointe Helbronner. Á leiðinni njótum útsýnisins þar sem við erum umkringd 4000m fjöllum í skugga Mont Blanc. Gangan er tæknilega auðveld og góð aðlögun þar sem gengið er í yfir 3000m hæð allan daginn.
Þegar komið er upp í Pointe Helbronner fáum við okkur alvöru ítalskan expresso og tökum svo lyftuna aftur niður til Chamonix þar sem við gistum á hóteli.
Gisting: Chamonix

Dagur 5: Chamonix – Tete Rousse
Eftir góða hvíld á hótelinu byrjar klifrið á Mont Blanc. Við byrjum á því að ferðast niður Chamonix dalinn til Les Houches þar sem við tökum lyftu og fjallalest upp til Nid d’Aigle. Hér byrjar gangan á fjallið og göngum við eftir þæginlegum stígum alla leið upp í Tete Rousse fjallaskálann (3167m). Gangan tekur um 3 klukkutíma.
Gisting: Fjallaskáli, Tete Rousse

Dagur 6: Tete Rousse 3167m – Mont Blanc 4809m
Klifur á Mont Blanc er háð góðu veðri og aðstæðum svo það er mikilvægt að halda möguleikum okkar opnum. Stefnan er að toppa fjallið á þessum degi, en ef veður leyfir það ekki er möguleiki á því að seinka uppgöngu, og fara upp mjög snemma daginn eftir.
Klifrið byrjar í myrkri með höfuðljósum þar sem klifrað er upp 1000m klett upp að Gouter skálanum. Eftir stutt matar stopp höldum við áfram upp á toppinn á Mont Blanc. Eftir að hafa notið útsýnisins vinnum við okkur aftur niður í Gouter skálann þar sem við gistum um nóttina. Toppadagurinn tekur um 10-12 klukkutímar svo mikilvægt er að þátttakendur séu líkamlega undirbúnir fyrir langan fjalladag í mikilli hæð.
Gisting: Fjallaskáli, Gouter hut

Dagur 7: Gouter – Chamonix
Eftir snemmbúinn morgunmat leggjum við af stað og klifrum aftur niður í Nid d’Aigle. Þaðan tökum við svo lestina og lyftu aftur niður í Chamonix.
Gist á hóteli í Chamonix.
Gisting: Chamonix

Dagur 8: Heimferð
Eftir rólegan morgunmat kveðjum við stóru fjöllin í Chamonix og tökum taxa aftur út á flugvöll.

Skilyrði fyrir bókun ferðarinnar er að þátttakendur séu með tryggingu sem innifelur í sér leit og björgun í fjalllendi.
Björgunarsveitir í Evrópu og Sviss áskilja sér rétt til að fara fram á full greiðslu fyrir björgunarkostnaði, sem og notkun á þyrlu við björgun.
Við mælum jafnframt með því að þátttakendur séu með viðeigandi ferðatryggingar

Asgard Beyond áskilur sér rétt til þess að breyta út af dagskrá ferðarinnar með tilliti til veðurs og aðstæðna hverju sinni. Þetta er gert með öryggi þátttakenda í huga og til að tryggja bestu mögulegu upplifun af ferðinni. Ef ferðatilhögun breytis mjög mikið gæti fylgt því auka kostnaður td. ef ekki er hægt að klifra Mont Blanc vegna veðurs og farið verður á annað fjall.

Tæknilegur búnaður

 • Klifurbelti
 • Hjálmur
 • Mannbroddar
 • 2x læstar karabinur
 • Ísöxi
 • Stífir fjallaskór
 • Bakpoki 35-40L
 • Göngustafir (valkvætt)

Fatnaður

 • Goretex jakki
 • Goretex buxur
 • Soft shell jakki (valkvætt, sumir kjósa að nota skelina)
 • Soft shell buxur (valkvætt, sumir kjósa að nota skelina)
 • Léttir hanskar
 • Hlýjir hanskar
 • Húfa
 • Buff (háls/alndlitshlíf)
 • Ennisband (fyrir heitari daga)
 • Innstalag, langerma (ull eða gerviefni)
 • Síðar nærbuxur (ull eða gerviefni)
 • Derhúfa
 • Göngusokkar

Millilag

 • Einangrandi jakki, þunnur (fiber eða dúnn)
 • Auka jakki eða vesti, fer eftir því hvort þú ert kulsækinn (valkvætt)

This and that

 • Sólgleraugu (cat 4)
 • Skíðagleraugu (with low light lens)
 • Sólarvörn SPF 50
 • Varasalvi með sólarvörn
 • Höfuðljós
 • Vatnsflaska 1L (ekki camelback)
 • Hitabrúsi 0,5L (valkvætt)
 • Hælsærisplástra/teip
 • Hleðslubanki og hleðslutæki fyrir síma
 • Nasl á daginn (hnetur, orkustykki…)

For the Hut

 • Auka sokkar
 • Stuttemabolur
 • Eyrnatappar
 • Svefnpoka liner
 • Peningur fyrir neyslu í skála (EUR)
 • Tannbursti, sápa osfrv
 • Lítið þvottastykki (valkvætt)

Hvað er innifalið

 • Undirbúningsfundur fyrir ferð á Íslandi
 • 4 nætur á hóteli i Chamonix
 • 3 nætur í fjallaskála með morgun og kvöldmat
 • Ferðalag frá Genf til Chamonix
 • Kostnaður við leiðsögumann
 • Íslensk leiðsögn með alþjóðlega vottuðum leiðsögumönnum (IFMGA)

hvað er ekki innifalið

 • Flug til og frá Íslandi
 • Kvöldmatur á hóteli
 • Hádegismatur og drykkir á hóteli og í skálum
 • Lyftumiðar
 • Auka ferðalög og/eða gisting ef ferðatilhögun breytist vegna veður eða aðstæðna
 • Slysa og ferðatryggingar

Ertu með einhverjar spurningar?

Hér að neðan eru svör við algengum spurningum varðandi ferðina. Ef þú finnur ekki svarið, ekki hika við að hafa samband við okkur.

 • How difficult is glacier hiking

  Glacier hiking on Sólheimajökull is easy to moderate. On our private tours we can adjust difficulty to the ability of the group. On average, we hike around 3 km on the tour on easy and relatively flat terrain.
  If the group is active and fit we deviate from the beaten path and explore more difficult areas on the glacier.

 • I’m a vegetarian/vegan, can special diets be accommodated?

  We will ensure that our guests with different dietary needs are looked after.
  All huts can offer a vegetarian option but is is important that you let us know in advance so the hut keeper can plan for this.
  Vegan option can be difficult to come around. Pleas get in touch with us and we can advice you on the possibilities.

 • What are the huts like?

  The huts are often very remote and sitting at high altitude, which means the comfort level is basic. They are clean and cozy and have everything you would wish for an overnight stay.

  Most of the huts have a hostel style dormitories where people have their own small space in a bunk bed. The hut provides blankets and pillows so you don´t have to carry a sleeping bag. Most of the time it is possible to charge your phone/camera in the hut but they do not have stable electricity so it is good to bring a power bank to charge your devices.

  The hut has a fully functioning kitchen and a bar where you can order lunch from a menu, coffee, cake or beer on tap. The quality of the water varies between huts and we recommend bottled water available for purchase at the hut.

 • What happens to my booking if the weather or conditions are bad?

  In case it is not possible to operate the tour due to weather or conditions we try the following things:

  Move the tour to a different date if that works for you, change to a different activity if you agree on that. If none of the above is possible and we have to cancel the tour due to weather or poor conditions, we will refund you the tour.

 • In how much advance should I book my tour with you?

  The short answer is: the longer the better. We have limited resources of guides and sometimes we are fully booked.
  For less technical tours like Glacier hiking, Glacier hiking and ice climbing, and alpine trekking tours we can usually accommodate you with a short notice. For more technical tours like Waterfall ice climbing, Rock climbing and alpine tours longer advance is better to secure a spot.
  Short notice can be 24 hours before departure and longer notice is at least two weeks before.

 • What is the best season for the activities you offer?

  The best season depends on what activity you choose. The appropriate season is stated at the top of each tour. To break it down:

  Glacier hikes and glacier ice climbing
  Available the whole year. This activity is not dependant on weather or conditions. The only time we have to cancel or post pone these activities is when the weather is really bad.

  Rock climbing and alpine rock climbing
  Rock climbing is a summer activity available May-October. This activity is highly weather dependant and not possible when the rock is wet or when it is raining. If you are interested in rock climbing outside of the season, it is possible if we have really good weather days. Please contact us for further information.

  Ski touring
  The best ski touring in the south-west part of Iceland is usually around spring time. The ski touring season is usually between Feb-May, however it is possible to ski outside the season if conditions are good or we ski the glaciers like on the tour “Ski touring Snæfellsjökull”. If you are interested to ski outside of the season please contact us for further information.

  Waterfall ice climbing and alpine winter climbing
  The main season is from late November to late March. Iceland has a maritime climate and temperatures fluctuate through out the season making this activity highly subject to weather and conditions. In case we have poor conditions for ice climbing we can always substitute the waterfall ice climbing with ice climbing on the glacier.

  Alpine trekking
  Snæfellsjökull can be climbed almost the whole year, appart from the darkest month of the year, December.
  Other bigger mountains like Eyjafjallajökull and Hvannadalshnúkur, the highest summit of Iceland, have the best conditions from early spring to late summer.

 • Do I need any prior experience to participate in your tours?

  Since all of our tours are private we are able to adjust the difficulty and and experience level needed for each tour. However, for some of your tours it is advisable that you have have some background in the activity:

  Glacier hiking and glacier ice climbing
  There is no prior experience needed for those tours

  Waterfall ice climbing
  It is possible to try waterfall ice climbing if you do not have any prior ice climbing experience. We would choose an easy climbing route with easy access. If you have never done ice climbing before it is worth looking into our Ice climbing and glacier hiking tour on Sólheimajökull.

  Ski touring
  For our ski touring tours you have to be a competent off-piste skier and able to ski down in various conditions.

  Rock and alpine climbing
  No prior experience is needed for single pitch rock climbing. For multi pitch climbing it is advisable that your climbing level is at 5.7-5.8 and you have to know how to belay a lead climber.

 • Can I request a tour that is not on your website?

  Yes, without a doubt. Private guiding is what Asgard is all about and if you can dream your adventure, we can make it happen. If you do not find your perfect adventure on our website, do not hesitate to get in touch at [email protected]!

  Examples of private tours we have done in the past:

  • Expedition planning and support
  • Cross country ski touring
  • Expedition and polar training
  • Private hiking, day tours and multi-day tours
  • Location management and safety on film projects
  • Private tours for photographers
  • Alpine trekking on glaciated summits
  • Multiday tours in Greenland
 • Do you offer pickup service?

  In general we only meet our guests on location, or car pool from a central location in Reykjvaík. However, if you do not have your own car and can not meet us on location please get in touch.

Umsagnir

Þetta hafa gestirnir okkar að segja!

The best part or our amazing adventure in Iceland

Tony Ice climbing guest

With Asgard tour guide Robert and group of strong and active girls we mountain skied the Silvretta Traverse, I give the Asgard my highest recommandation, great trip!

Asa Thorsteinsdottir Silvretta traverse

Brilliant tour!
Well educated guide, good equipment and a nice small group. I would highly recommend it for anyone looking for a personalized trip 🙂
Tip: ask the guide to tell you extra amount of stories and facts – they are wisdom fountains there for you to learn from

Rakel J Ice climbing and glacier hiking

Ferð mín með Asgard Beyond um Silvrettu leiðina var bara akkúrat það sem vantaði í líf mitt! Þetta var mín fyrsta ferð með leiðsögumanni, en ég hef áður farið á svipaðar slóðir sjálf. Það er alger game changer að leyfa fagmanni að taka ákvarðanir um leiðarval útfrá aðstæðum. Maður fær miklu meira úr ferðinni og þorir lengra út úr þægindarammanum. Ætla pottþétt í aðra ferð sem fyrst!

Sara Axelsdóttir Ski touring guest
Book now

Our
partners

Arc’teryX

Asgard guides wear Arcteryx gear because it is durable and keeps them warm and dry in challenging conditions.

Fjallakofinn

Fjallakofinn is an outdoor store in Reykjavík offering high quality outdoors products & a rental service.